TOP

Mataræði og bólgur

IMG_1184-3

Í dag vitum að flestir sjúkdómar eiga upptök sín í bólgumyndun í líkamanum hvort sem það er hvers konar gigt, exem, húðvandamál, flestir meltingafærasjúkdómar, krabbamein og sykursýki. Nýjar rannsóknir benda meira segja til þess að orsök þunglyndis sé að einhverju leyti byggð á bólgusvörun. Það er því afar mikilvægt fyrir okkur að velja mat sem er slær á bólgur og kemur í veg fyrir að þær myndist í líkamanum og forðast mat sem ýtir undir bólgumyndun.

Við erum öll misjöfn og sumir fá liðverki eftir að borða t.d. ferska tómata eða mjólkurvörur á meðan aðrir þola þessa fæðu vel en geta fengið bólgumyndun út frá öðrum fæðutegundum. Með því að sniðganga þær fæðutegundir sem við finnum að fara ekki vel í okkur eða prófa okkur áfram í mataræðinu náum við sjálf að halda einkennum okkar í skefjum eins og hægt er, en hafa ber í huga að vissulega eru aðrir lífsstílsþættir eins og streita, erfðir, svefn og hreyfing sem hafa bein áhrif líka á bólgumyndun til hins verra eða betra.

Ég legg mikla áherslu á að mitt fólk sé réttu megin við línuna og vandi valið því mataræðið okkar er jú besta lyfið og besta forvörnin þegar kemur að sjúkdómum!

Notaðu bólgueyðandi mat:

 • grænmeti, ávextir
 • fræ og hnetur,
 • feitur fiskur eins og lax og þorskur,
 • gróft kornmeti (glúteinlaust í sumum tilfellum).
 • ananas, dökk ber, kirsuber (ef þvagsýrugigt)
 • sellerí, grænt salat eins og grænkál, hvítkál
 • allir laukar
 • engifer, grænt te
 • turmerik
 • kókósolía, hörfræolía, fiskiolía, hampolía og ólífuolía

Svo hefur komið fram í rannsóknum að dökkt súkkulaði inniheldur bólgueyðandi efni en það ætti nú gleðja marga.

Þessar ofangreindar fæðutegundir innihalda ákveðin virk efni eins og jurtanæringarefni (e.phytochemicals) sem hafa bein bólgueyðandi áhrif og lækkandi áhrif á CRP sem er bólguvísir í blóði sem sýnir hvort bólga í líkamanum.

Dragðu úr eða slepptu bólgumyndandi mat:

 • sykur
 • hveiti
 • hvít grjón, hvítt pasta og önnur unnin kolvetni
 • kartöflur
 • tómatar, paprikur, eggaldin – þetta er sjaldgæft en sumir mynda einkenni
 • mjólkurvörur
 • unnar kjötvörur, rautt kjöt, svínakjöt
 • koffín
 • áfengi
 • aukaefni
 • skelfiskur, ýsa
 • mettaðar fitur, transfitur
 • óþols- og ofnæmisfæða t.d. kíwi, jarðaber, sojavörur, appelsínur, jarðhnetur, o.fl.

Bólgueyðandi boost

 • 1 b frosin ananas/mangó
 • 1 b vatn/kókósvatn/möndlumjólk
 • ½-1 tsk turmerik duft
 • ½ tsk engifer duft
 • ½-1 msk chia eða hörfræ
 • 1 hnefi makademíu eða kasjuhnetur (eða 2 msk rice prótein)

Öllu skellt í blandara!

Ásdís xoxo

what do you think?

Netfang þitt verður ekki birt.