TOP

Fá póst!

Takk fyrir að skrá þig til að fá tölvupósta frá mér!

Eins frábær og tæknin er, þá er hún langt frá því að vera fullkomin og stundum halda tölvupóstforritin okkar að póstar séu ruslpóstar sem ekki eru það. Til að tryggja að þú fáir frá mér gagnlega tölvupósta sem geta hjálpað þér að bæta heilsuna er þessvegna ráðlegt að setja netfangið mitt á svokallaðan „hvítan lista“. 

Hvernig?

Þetta getur verið mismunandi á milli hinna ýmsu póstforrita en hér fyrir neðan finnurðu upplýsingar fyrir þessi allra helstu.

GMAIL

1. Finndu tölvupóst frá mér í innboxinu þínu

2. Smelltu á hann og dragðu hann í “Primary” flipann í innhólfinu

3. Þú verður spurð(ur) hvort þú viljir gera það sama fyrir aðra pósta frá þessu netfangi og þá segirðu já/yes :)

YAHOO! MAIL

  • Þegar þú opnar tölvupost kemur plús tákn (+) fyrir framan “From: senders name”.
  • Smelltu á plúsinn og þá áttu að geta valið “Add to Contacts”.
  • Veldu það og svo “Save”.

MAC MAIL

  • Efst uppi velurðu Mail > Preferences
  • Veldu svo “Rules”, smelltu á “Add Rule” og gefðu reglunni nafn. Notaðu eftirfarandi stillingar:
  • “If any of the following conditions are met: From Contains”. Í textakassann við hliðina á “Contains” seturðu @thoranna.is
  • Veldu svo “Move Message” og “Inbox” úr fellilistanum og smelltu á OK til að vista regluna.

OUTLOOK

  • Hægri smelltu á póstinn í innboxinu þínu
  • Veldu “Junk E-mail”
  • Smelltu á “Add Sender to Safe Senders List”