TOP

RÁÐGJÖF

Fyrsti viðtalstími hjá grasalækni tekur 1 klst og er endurkoma yfirleitt eftir 2-4 vikur og tekur þá 30 mínútur. Einnig er boðið upp á viðtöl í gegnum Skype fyrir fólk sem er erlendis eða á landsbyggðinni. Í kjölfar viðtalstíma er gerð einstaklingsmiðuð jurtablanda eftir þörfum hvers og eins. Í viðtalstíma er farið í gegnum heilsufar skjólstæðings heildrænt, með tilliti til mataræðis, hreyfingar, streitu, svefns o.fl og gefnar viðeigandi heilsuráðleggingar í lok viðtals varðandi bættar lífsvenjur. 

Grasalækningar geta verið gagnlegar gegn ýmsum kvillum s.s.:

  • Meltingarvandamál
  • Gigt og bólgusjúkdómar
  • Húðvandamál
  • Orkuleysi og þreyta
  • Öndunarfærasýkingar
  • Hormónajafnvægi
  • Mígreni og höfuðverkir
  • Fæðuóþol
  • Svefnleysi

 

Til að panta viðtalstíma hafið samband í síma 899 8069 eða með því að senda tölvupóst á netfangið asdis@grasalaeknir.is