TOP

10 Trix til að bæta mataræðið þitt

Hver kannast ekki við það að fara af stað og ætla aldeilis að breyta mataræðinu og henda fullt út úr fæðunni og standa svo eftir og vita ekkert hvað þú átt að borða! Flest höfum við tekið okkur á og verið í þessum sporum þar sem sem við klórum okkur í hausnum og vitum ekkert á hverju við eigum að byrja.

Þess vegna ætla ég gefa þér 10 skotheld ráð til að taka einföld skref til að hressa upp á mataræðið þitt til að koma þér vel af stað og bætt heilsuna þína svo um munar með góðri næringu!

  • Borða 5-9 skammta af grænmeti og ávöxtum daglega. 1 skammtur er ca 1 hnefi.
  • Borða góð prótein: Fræ, hnetur, baunir, egg, hreinar mjólkurvörur, fiskur, kjúklingur, kjöt.
  • Borða flókin kolvetni: Hafrar, hýðisgrjón, heilhveiti, spelt, rúgmjöl, bygg, quinoa, hirsi, bókhveiti.
  • Nota kaldpressaðar olíur: Lýsi, hörfræolía, Udo’s omega 3,6,9, Efalex, hampolía, ólífuolía, kókósolía.
  • Drekka 1-2 L af vatni og jurtate daglega.
  • Borða hreina, ferska, lífræna fæðu eins og hægt er.
  • Auka trefjaríkar fæðutegundir.
  • Borða ofurfæðu: Söl, alfalfa spírur, blómafrjókorn, goji ber, chia fræ, kókósvatn.
  • Neyta í lágmarki eða sleppa: Hvítur sykur, hvítt hveiti, hvít hrísgrjón, aukaefni, gervisætuefni, áfengi, salt, koffín.
  • Neyta í lágmarki: Brasaður matur, tilbúin unnin matur, skyndibiti, transfitur.

Ásdís xoxo

what do you think?

Netfang þitt verður ekki birt.