TOP

10 leiðir til að hreinsa líkamann

 IMG_2394

Þjáist þú liðverkjum, kláða, slímmyndun, fæðuóþoli, höfuðverkjum, geðsveiflum, pirringi, þokukenndri hugsun, bjúg, þreytu og sleni?

Þessi einkenni geta gefið til kynna að líkami þinn hafi gott af smá núllstillingu á hreinsandi fæðu til að geta sinnt almennilega viðgerðarþjónustu og viðhaldi frumna í líkamanum. Hreinsun aðstoðar líkamann við að losa sig við úrgangsefni, eiturefni og toxísk efni, gömul og notuð hormón, óæskilegar örverur úr þörmum, umframmagn af sýru, sýklalyf, E-efni, litarefni, falöt (phalates), transfitusýrur, parabens, geymsluefni, o.fl. Hreinsun útilokar efni í fæðu og umhverfi okkar sem truflar starfssemi líkamans og virkar eins og áreiti á ónæmiskerfið.

Í hreinsun erum við að efla og styðja við starfssemi hreinsilíffæra okkar eins og lifrina, þarmana, nýrun, lungun, sogæðakerfið, húð og virkjum þannig náttúrulega afeitrun með hreinsandi og nærandi fæðutegundum og jurtum.

Við þurfum ekki endilega fara í skipulagða hreinsun heldur er aðalatriðið að mínu mati að tileinka sér góðar venjur sem styðja við afeitrun daglega því líkaminn er stöðugt að flokka, sortera og hreinsa það sem kemur inn í kerfið okkar á degi hverjum. Hér eru nokkrar hugmyndir að ‘hreinni líkama’:

 • Drekktu glas af volgu sítrónuvatni. Gott að bæta smá cayenne pipar við til að auka blóðflæðið og frekari hreinsun.
 • Fáðu þér ferskan grænmetissafa. Vinsælt á mínu heimili er rauðrófa, gulrætur, engifer, sellerí, grænt epli, og sítróna.
 • Sötraðu á hreinsandi jurtate eins og t.d. brenninettlu, vallhumalste, grænu te og rauðrunnate.
 • Bættu eplaediki í morgunrútínuna þína en eplaedik er talið hafa basísk og hreinsandi áhrif á líkamann.
 • Borðaðu hreinsandi fæðu. Bættu inn í fæðuna hvítlauk, turmerik, greip ávexti, steinselju, söl, brokkolí, grænkáli, og sítrusávöxtum.
 • Notaðu í lágmarki hvítt hveiti, sykur, áfengi, koffín, og aukaefni.
 • Svitnaðu! Það að svitna er mikilvægt fyrir losun toxískra efna úr líkamanum. Hreyfðu þig kröftuglega og/eða farðu reglulega í gufu til að auka úthreinsun í gegnum
 • húðina. Skelltu þér í hressilega gufu.
 • Bættu meltinguna. Góð melting og reglulegar hægðir er lykilatriði þegar kemur að hreinsun og hægt að bæta við trefjum eins og husk dufti, triphala jurt, aloe vera safa, acidophilus gerlum, magnesíum dufti og meltingarensímum til að örva meltinguna.
 • Þurrburstaðu húðina. Gott að gera áður en farið er í sturtu frá toppi til táar í strokum í átt að hjarta. Þetta örvar sogæðakerfið og úthreinsun.
 • Prófaðu tungusköfu. Tungan safnar úrgangsefnum yfir nóttina og því gott að skafa tunguna í upphafi dags. Líkami þinn mun þakka þér fyrir að kúpla þessum
 • venjum inn í lífsstílinn þinn!

Gúrku og myntusúpa

 • 3 agúrkur, skræla og fræhreinsa
 • 1 sítróna, safinn
 • ¼ b furuhnetur
 • smá dass sjávarsalt
 • ¼ b fersk piparmynta
 • 2 msk ólífuolía
 • 4 b vatn

Allt sett í blandara nema mynta, blanda í 3 mín

Blanda svo myntu saman við 15 sek

Berist fram kalt (hráfæðissúpa)

Ásdís xoxo

what do you think?

Netfang þitt verður ekki birt.