TOP

Paleo próteinpönnslur

Það er eitthvað svo notalegt að setjast niður að morgni og gæða sér á ilmandi pönnuköku og kaffibolla en undanfarið hef ég verið að prófa mig áfram með ýmsar uppskriftir að glúteinlausum næringarríkum pönnslum sem metta vel en þessar er hægt að nota sem vöfflur líka ef vill. Í þessarri uppskrift notaði ég glúteinlaust mjöl frá Bob’s Red Mill sem heitir Paleo baking flour mix og kom mjög vel út. Má líka nota hvaða glúteinlausa mjöl sem er td bókhveitimjöl o.fl. Ég reyni að gera 2-3x skammt í einu og frysta hluta af þeim til að henda í ristavélina seinna þegar hef lítinn tíma. Þessar pönnslur eru próteinríkar, sykur, glútein og mjólkurlausar og henta því vel fyrir þá sem eru á sérfæði. Það er hægt að leika sér endalaust með álegg en mitt uppáhald er lífrænt hnetusmjör frá Himneskri Hollustu með sykurlausri bláberjasultu frá Good Good, banana eða fíkjusneiðum og dass af hampfræjum yfir. Svo er líka vinsælt á mínu heimili að nota sykurlaust súkkulaðiálegg frá Good Good og jarðarberjum í sneiðum. Líka hægt að skella bara smjöri, osti og gúrku eða eplasneiðum, einfalt og gott. Svo má nota kókósrjóma td frá Coco Cuisine og fersk bláber, bara eftir hvernig stuði maður er í það skiptið…

 

1/2 bolli möndlumjöl eða Paleo baking flour mix

1 msk möluð hörfræ eða möluð chia fræ (Now)

1 tsk vínsteinslyftiduft (ef vill)

1/4-1/2 stappaður banani

3 msk möndlumjólk (Isola)

3-5 dr vanillustevía (Now)

Smá sjávarsalt

1 tsk kanill

 

Hræra öllu hráefninu saman með pískara í skál, setja kókósolíu á miðlungs heita pönnu eða vöfflujárn og baka þar til tilbúið í gegn báðum hliðum. Toppa með uppáhalds álegginu þínu og njóta…

 

Ásdís xoxo