TOP

Er þörf á að taka inn fjölvítamín?

Þetta er spurning sem margir velta fyrir sér og eflaust ekki allir á sama máli eftir því hver er spurður. Þetta getur oft verið villandi því rannsóknir hafa bæði sýnt fram á gagnsemi og skaðsemi á inntöku vítamína ef tekið í of miklum mæli. Þarna spilar inn í að öll erum við ólík og einstök hvað erfðir og lífsstíl varðar þannig að það er með engu móti hægt að ráðleggja öllum það sama heldur þarf að taka mið af einstaklingnum og heilsufari hvers og eins. T.a.m. eru streituvaldar, sjúkdómar og mataræði og fleira í okkar lífsstíl ákaflega misjafnt milli manna og allir þessir lífsstílstengdu þættir ákvarða misjafna þörf okkar á hinum ýmsu næringarefnum.

Förum aðeins yfir hvað vítamínin gera fyrir okkur:

Vítamín og steinefni virkja ensím sem gera frumum og líffærum okkar kleift að starfa eðlilega. Vítamín og steinefni veita okkur m.a. andoxunarefni sem eru nauðsynleg fyrir heilbrigt ónæmiskerfi, þau vernda frumurnar gegn skemmdum og veita okkur mikilvæg næringarefni fyrir skilvirka starfssemi lifrarinnar. Hvernig vitum við hvort okkur vanti vítamín og steinefni? Það er vissulega hægt að fá úr því skorið með blóðprufu hvað varðar sum næringarefni en ekki er alltaf í boði að láta mæla öll næringarefni og því er eftirfarandi listi ágætis viðmiðun hvort vanti upp á inntöku okkar á vítamínum og steinefnum.

7 einkenni sem benda til þess að þig skorti ákveðin næringarefni:

  1. Þú hefur verið greind/ur með sjúkdóm af einhverju tagi.
  2. Þú ert með einkenni eins og þreytu, þokukenda hugsun, hárlos, klofnar neglur, upphleyfta húð á aftanverðum handlegggjum, m.a.
  3. Þú hefur verið grænmetisæta í mörg ár og gætir verið lág/ur í B12 og sínki.
  4. Þú borðar of lítið af ávöxtum og grænmeti.
  5. Þú hefur verið undir miklu álagi og streitu í langann tíma. Ef svo er þá þarf líkami þinn aukið magn af B vítamínum og steinefnum en við eyðum þessum næringarefnum hratt undir álagi.
  6. Þú ert að glíma við meltingarvandamál, eða hefur verið að taka inn sýrulækkandi eða sambærileg lyf en þau geta dregið úr upptöku næringarefna.
  7. Þú ert með vanvirkan skjaldkirtil og hefur þa.l. þörf fyrir aukið magn af steinefnum eins og sínki, selen og hugsanlega joði.