TOP

Burt með sykurpúkann!

 

Nokkur trix til að tækla sykurpúkann…

  • Byrjaðu daginn á próteinríkri máltíð með góðri fitu. T.d. eggjahræru með kókósolíu eða ólífuolíu, eða næringarríkan hristing.
  • Borðaðu reglulega yfir daginn. Ég veit þú veist þetta en það skiptir bara svo miklu máli að hafa þetta á tæru upp á að halda orku og blóðsykri stöðugum.
  • Hentar mörgum að hafa 3 aðal máltíðir og 2 holla millibita.
  • Bættu í fæðuna þína heilnæmum kryddum sem slá á sykurlöngun og gefa náttúrulega sætu eins og kanil, kardimommur, múskat, negul og vanillu.
  • Hreyfðu þig! Hvaða hreyfing sem er mun auka orkuna þína, minnka streitu og draga úr löngun í sætindi.
  • Núllstilltu líkamann með nokkra daga hreinsun á léttu, hreinu og fersku mataræði.
  • Passaðu upp á að fá nægileg vítamín hvort heldur úr fæðunni eða í formi bætiefna eins og omega 3 fitur, fjölvítamín/steinefni, D3 vítamín. Annað sem er gott til að stilla blóðsykur og sykurlöngun er t.d. króm, grænt te, magnesíum, L-glútamín, spirulina og trefjar eins og husk.
  • Fáðu nægilegan svefn en þegar við erum vansvefta eykst löngun okkar í sætindi og kolvetni.
  • Ekki skipta yfir í gervisætuefni eins og aspartam og acesulfame-k heldur notaðu frekar lágkolvetna sætuefni eins og xylitol, erythriol, stevíu og súkkulaði sætt með maltitoli eða stevíu.
  • Þegar sykurlöngunin gerir vart við sig, gríptu þá epli með lífrænu hnetusmjöri eða fáðu þér t.d. nokkrar hnetur og 1-2 döðlur. Lífrænt dökkt 70-85% súkkulaði er líka gott svona spari til að slá á sykurlöngunina.
  • Lærðu að lesa utan á pakkningar til að sniðganga inntöku á földum sykri.
  • Finndu út hvað veldur þessari viðvarandi sykurlöngun hjá þér og taktu skref í að vinna í sjálfri/sjálfum þér ef orsökin er tilfinningalegs eðlis.