TOP

10 súper fæðutegundir fyrir konur

Það er mikilvægt að konur hugsi vel um sig og heilsuna sína en nútíma konan er oft með marga bolta á lofti og að reyna standa sig vel á öllum sviðum lífsins sem getur haft sinn toll á heilsuna. Konur eru oft undir miklu álagi og sumar borða jafnvel óreglulega yfir daginn og borða einhæft og fá þá ekki öll þau næringarefni sem þær þurfa úr mataræðinu sínu til að byggja upp og viðhalda góðri heilsu. Við þurfum að hlúa vel að okkur sem konur og borða fjölbreytt, hreyfa okkur og draga úr streitu og njóta þess að vera til!

Hér er smá listi fyrir okkur konur sem gott er að neyta regulega til að efla heilsuna:

  1. Lax – ríkur af omega 3 fitusýrum sem eru mikilvægar fyrir allar frumur líkamans.
  2. Bláber – innihalda mesta magn andoxunarefna af berjum og verja okkur því fyrir ótímabærri öldrun og eru því talin ‘yngjandi’.
  3. Brokkolí – talið fyrirbyggjandi gegn brjóstakrabbameini með því að ýta undir niðurbrot á umfram estrogeni í gegnum lifrina.
  4. Valhnetur – ríkar af vítamínum, steinefnum og trefjum.
  5. Avokadó – gefa okkur einómettaðar fitursýrur sem eru góðar fyrir húðina og E-vítamín.
  6. Grísk jógúrt – próteinrík, inniheldur góða meltingargerla fyrir heilbrigða þarmaflóru og einnig kalkrík.
  7. Grænt te – inniheldur virk efni sem örva efnaskiptin og er talið fyrirbyggjandi fyrir magakrabbameini og sykursýki 2.
  8. Graskersfræ – innihalda mikið magn af sínki og amínósýrunni tryftófan, sem hvoru tveggja hefur bætandi áhrif á geðið okkar.
  9. Egg – fullkomin próteingjafi og innihalda A og D vítamín ásamt efni sem heitir kólín sem er mikilvægt fyrir starfssemi heilans.
  10. Dökkt súkkulaði – inniheldur efni eins og magnesíum, fosfór og fleiri efni mikilvæg fyrir hjarta-og æðakerfi og er talið gott líka fyrir beinheilsu. Þarf að vera að lágmarki 70-85% kakóinnihald.