TOP

Bounty bitar

774977

 

Þessi uppskrift er svo einföld og fljótleg að maður skutlar í hana á núll einni! Ég geri mér oft svona bounty bita og reyni að eiga þá til í frystir þegar manni langar í eitthvað sætt með kaffinu eða eftir mat á góðum degi. Mæli líka með að prófið ykkur áfram með sætuefni en þið getið ýmist notað lífrænt hunang, agave, hlynsíróp eða notað sykurlaust síróp eins og Fibersirop, sem er nýtt lágkolvetna sætuefni. Þið getið ýmist skellt þessu í bita, rúllað í kúlur eða sett gúmmelaðið í sílikon kökuform og haft sem kökubotn og brætt svo súkkulaðið yfir. Ég geri það mjög oft að gera úr þessu kökubotn, læt þetta aðeins taka sig í frystinum, bræði súkkulaðið yfir og sker svo í alls konar ‘chunky’ passlega bita og set í gott box og aftur í frystir til að eiga til góða:) Mæli með Lily’s 70% extra dark eða Cavalier súkkulaðinu (bæði þessi sykurlaus) eða hvaða súkkulaði sem þið fílið, mér finnst líka 75% frá Naturata mjög gott.

2 boll­ar kó­kos­mjöl

1 bolli fljót­andi kó­kosol­ía

Smá vanilluduft eða vanillustevía ef vill

1-2 mat­skeiðar líf­rænt aga­ves­íróp eða hun­ang

150 gr dökkt líf­rænt súkkulaði

 

Aðferð:

  1. Öllu hrá­efn­inu, nema súkkulaðinu, er hrært sam­an í stóra skál. Blönd­unni er svo þjappað í form ofan á bök­un­ar­papp­ír. Þetta er haft í frysti í u.þ.b. 20-30 mín­út­ur.
  2. Þá er „kak­an“ tek­in út úr frysti og skor­in niður í hæfi­lega stóra bita. Súkkulaðið er svo brætt yfir vatnsbaði og bit­un­um velt upp úr súkkulaðinu.
  3. Bounty bit­un­um er þá raðað á bök­un­ar­papp­ír og hafðir aft­ur inni í frysti í nokkr­ar mín­út­ur þar til súkkulaðið er storknað.

 

774976

 

Njótið vel!

Ásdís xoxo

what do you think?

Netfang þitt verður ekki birt.