TOP

Yngjandi pæjuboost

IMG_2220

Mig langar að skella hér inn uppskrift að kraftmiklu boosti en þennan nota ég sjálf oft og reglulega. Það er nefnilega svo sniðugt að geta laumað grænmeti í boostana okkar sem við kannski annars hefðum ekki löngun í að borða eitt og sér. Rauðrófusafi er í miklu uppáhaldi hjá mér og mér finnst ómissandi að eiga hann í ísskápnum og fá mér smá heilsuskot í amstri dagsins. Þið þurfið að skella möndlunum í bleyti kvöldinu áður en þá setjið þið þær bara í smá vatn við hliðina á blandaranum og skolið svo af þeim áður en skellið í boostið. Fullt af flottum næringarefnum sem hreinsa og næra líkamann og svo eiga rauðrófurnar víst að stuðla að langlífi vegna heilsubætandi eiginleika þeirra. Fyrir þá sem vilja má bæta út í þetta 1 msk chia fræ, goji berjum og jafnvel minnka sítrusávextina og nota þá ávexti sem hentar ykkur. Getið líka notað smá gulrótarsafa á flöskum á móti rauðrófusafanum ef þið eruð að venjast bragðinu á rauðrófunum. Ég kalla þetta boost oft pæjuboostið því það verður svo fallega skærbleikt á litinn! Skál í botn…

1 glas rauðrófusafi lífrænn flösku

1/2-1  glas möndlumjólk

Nokkrir frosnir mangóbitar

1 lúka frosin hindber

smá vatn ef viljið þynna

1 msk lífrænt mysuprótein

1 lime í bitum

1 tsk kanill

 

Ásdís xoxo