Ég hreinlega elska græna safa og allt sem er grænt! Maður verður eiginlega háður svona grænu stöffi enda ekki skrítið þar sem áhrifin eru þvílík og önnur eins á kroppinn. Mjög sniðugt að reyna pota inn í daginn sinn einum grænum safa eða grænu boosti og þá er maður í toppmálum!
- Eykur orkuna og hefur jákvæð áhrif á blóðsykur.
- Hröð upptaka næringarefna og ensíma úr náttúrunni.
- Léttir á meltingarfærunum og gefur þeim smá hvíld frá þungmetri fæðu.
- Eykur afeitrunarferli og hreinsun líkamans.
- Hjálpar okkur að ná inn 5-9 sk. af ávöxtum og grænmeti á dag.
- Grænir safar eru fullir af lífsorku úr sólinni.
- Rík uppspretta andoxunarefna eins og betakarótíni og C-vítamíni.
- Eykur endurnýjun frumna.
- Hefur basísk áhrif á líkamann.
- Yngjandi og stuðlar að auknum lífsþrótti.
Grænn safi
1 agúrka
2-3 stilkar sellerí
3 stk grænkál eða 2 lúkur spínat
nokkur piparmyntublöð
smá engifer bútur
1 grænt epli
1 lime
Allt sett í blandara og sigtað í gegnum sigti í stórt glas eða sett beint í safapressu og drukkið. Líka hægt að setja bara í blandara og bæta við vatni og avókadó og þá eruð þið komin með grænt boost. Skál í botn!