TOP

5 Jurtir og fæða sem hreinsa líkamann

 

Í okkar daglega lífi erum við umkringd fjölmörgum toxískum efnum eins og skordýraeitri, þungamálmum, mengun, hreinsiefnum, lyfjum, áfengi, aukaefnum í mat, o.fl. Líkaminn framleiðir einnig sjálfur úrgangsefni sem eru niðurbrotsefni efnaskipta og efni framleidd af örverum í meltingarvegi. Óhóf í mat og drykk getur t.d. dregið úr hæfni líkamans til að hreinsa. Allt setur þetta álag á hreinsilíffæri okkar eins og lifrina og nýrun og nokkrar rannsóknir benda til tengsla mili uppsöfnunar toxískra efna í líkamanum og offitu en þessi efni geta m.a. hugsanlega truflað framleiðslu skjaldkirtilshormóna og haft þannig hamlandi áhrif á þyngdarlosun. Hugum því vel að því hvað við veljum ofan í okkur og styðjum við náttúrulegt afeitrunarferli líkamans með hreinni og góðri fæðu og náttúrefnum.

  1. Mjólkurþistill – hefur hreinsandi áhrif á lifrina og stuðlar að endurnýjun lifrarfrumna.
  2. Brenninettla – hefur vatnslosandi og hreinsandi áhrif á nýrun og sogæðakerfi.
  3. Sítrónur – örva starfssemi gallblöðru og auðvelda niðurbrot á fitu.
  4. Brokkolí – stuðlar að framleiðslu mikilvægra afeitrunarensíma í lifrinni.
  5. Kóríander – getur hjálpað líkamanum að losa út þungamálma.