TOP

Náttúrulega sætt….

Ertu mikið fyrir sætindi? Láttu mig þekkja það en ég hef alltaf verið mikil sætindakona eða ‘sweet tooth’ eins og sumir kalla það og mér finnst lífsnauðsynlegt að sæta tilveruna mína annað slagið og gera mér dagamun. Enda er það í eðli okkar að njóta þess sæta sem náttúran hefur upp á að bjóða og á langt að rekja aftur til forfeðra okkar sem fengu sér ber og ávexti þegar þannig bar undir.

Þarna er þó mikilvægt að vanda valið og fullnægja sætuþörf okkar með náttúrulegri og hollari sætu í staðinn fyrir hvítan sykur og gervisykur. Náttúruleg sætuefni eru með lægri sykurstuðul en hvítur sykur og hafa því minni áhrif á blóðsykur og því mun betri valkostur, fyrir utan að þau setjast ekki eins auðveldlega utan á magann á okkur! Það er t.d. mjög snjallt að gæða sér á dökku súkkulaði með háu kakóinnihaldi eins og 70-85% því það inniheldur mun minni sykur en í mjólkursúkkulaði og einnig er sniðugt að prófa súkkulaði eða sætindi sem innihalda maltitol og stevíu.

Að því sögðu þá er hinn gullni meðalvegur bestur í þessu sem öðru og skynsamlegast að halda allri sætu í hófi, því allt er þetta jú sæta þegar á botninn er hvolft sama hvað hún heitir. Við þurfum bara læra hvað hentar okkar líkama og hvað hefur minnstu áhrifin á líkamann, blóðsykur, þyngd, orku og líðan okkar þannig að við getum notið þess við og við. Þegar löngun í sætindi laumast að okkur mæli ég með þessum sætuefnum.

  • Ávextir og ber
  • Þurrkaðir ávextir
  • Xylitol, maltitol
  • Erythriol, sukrin
  • Stevia duft eða dropar
  • Kanill, vanilla
  • Kókóspálmasykur
  • Carob duft, kakónibs
  • Lífrænt dökkt súkkulaði
  • Agave eða hlynsíróp
  • Lífrænt hunang
  • Molassi

Helgarnammi

  • 1 rískaka
  • 1 poki kasjúhnetur brotnar
  • 1 lúka möndluflögur
  • 2 lúkur kókósflögur
  • 3 msk kókósolía (bæta ef þörf)
  • 2-3 msk gróft hnetusmjör
  • 1 msk lífrænt hunang / agave
  • 3-4 msk kakó (meira ef vill!)

Hræra saman (ég nota bara hendurnar).

Búa til klessur og setja í muffins form og henda svo í frysti í nokkrar mínútur.

Sjúklega gott og rosalega fljótlegt nammi!

Ásdís xoxo

what do you think?

Netfang þitt verður ekki birt.