TOP

Avókadó – Ofurnærandi ávöxtur


Þessi dökkgræni kremkenndi og ávöxtur færir okkur mikla hollustu hvort heldur sem fæða eða næring útvortis fyrir húðina. Avokadó inniheldur m.a. B og E vítamín, betakaroteníð, trefjar, andoxunarefni, fólínsýru, jurtanæringarefni og hollar einómettaðar fitusýrur. Þrátt fyrir að vera fituríkur ávöxtur þá er fitan í avokadó heilsusamleg fyrir okkur og getur hugsanlega hjálpað okkur við að veita okkur seddutilfinningu fyrr þar sem hún hefur áhrif á boðefni í heila sem segir til um að hvenær við erum orðin södd. Avokadó olían fæst líka kaldpressuð á flöskum í heilsuverslunum en hún er gjarnan notuð útvortis á þurrk í húð, exem og til sem alhliða uppbyggjandi næring fyrir húðina.

Ef þið hafið ekki prófað avokadó þá skora ég á ykkur að prófa og gera þennan ofurholla ávöxt hluta af mataræði ykkar en það eru margar leiðir til að nota avokadó eins og út á salat, í boost sem fylling, í eftirrétti, sem álegg ofan á brauð og líka gott eitt og sér með smá salti og pipar. Ég stappaði oft banana og avokadó ofan í börnin mín þegar þau voru yngri sem þeim þótti afar gott og saðsamt.

Mig langar að deila með ykkur uppskrift að snöggum avokadó súkkulaðibúðing sem er gott að græja á augabragði þegar manni langar í eitthvað smá sætt.

Avokadó Súkkulaðibúðingur

1 avokadó

banani eða mangó1 tsk kókosolía

1-2 msk hreint kakóduft

Nokkrir dropar vanillustevia

Pínu vatn eða rísmjólk til að þynna ef þörf

Smá sjávarsalt

-Öllu skellt í töfrasprota eða blandara og tilbúið!