Það er alveg klárt mál að maður verði háður því að hreyfa sig þegar maður byrjar að stunda reglulega hreyfingu en ég er t.d. ‘húkkt’ sjálf á góðum göngutúrum með sjálfri mér eða í félagsskap góðrar vinkonu ásamt því að lyfta lóðum og hendast í einn og einn tíma til að brjóta upp rútínuna mína. Mér finnst því kjörið að gefa ykkur nokkrar punkta um mikilvægi hreyfingar er fyrir okkur og af hverju hún er lífsnauðsynleg heilsunni okkar. Þetta þarf ekki vera flókið og eru t.d. röskir göngutúrar besta lyfið sem til er til að vinna bug á og fyrirbyggja sjúkdóma og til að draga úr sjúkdómseinkennum. Það að ganga er eitthvað sem flestir hafa getu til og er mjög aðgengileg hreyfing þannig oft er gott að byrja á einhverju sem er einfalt. Svo er hægt að færa sig upp á skaftið og prófa sig áfram með aðrar tegundir af hreyfingu sem hentar hverjum og einum.
Lykilatriðið er að hreyfa sig a.m.k. 30-60 mín 3-5x í viku, jafnvel meira ef maður hefur tök á. Drífum okkur af stað í hreyfingu og setjum í forgang að tileinka okkar heilbrigðari venjur og uppskerum í staðinn bættari heilsu, meiri orku og vellíðan!
Regluleg hreyfing…
- Eykur úthald og orku
- Lækkar blóðþrýsting
- Lækkar blóðfitu/kólesteról/blóðsykur
- Eykur starfssemi hjarta-og æðakerfis
- Eykur súrefnis-og næringarupptöku
- Dregur úr bólgum og styrkir stoðkerfið
- Eykur efnaskipti og stuðlar að þyngdarlosun
- Eykur mótstöðu okkar gegn streitu og álagi
- Bætir skap og eykur sjálfsöryggi