TOP

Heilsa kvenna

Konur nú til dags hafa fjölmörg verkefni á sinni könnu og eru oft á tíðum undir miklu álagi og með marga bolta á lofti og er hormónakerfi kvenna ákaflega næmt fyrir síbreytilegu áreiti, streitu og öðrum umhverfisþáttum. Í okkar nútíma samfélagi er mikill hraði og streitutengdir kvillar hafa aukist til muna síðustu ár og því mikilvægt fyrir konur að huga að sinni persónulegu heilsu og vellíðan sem aldrei fyrr og setja eigin heilsu í forgang.  Þættir eins og heilsusamlegt mataræði, regluleg hreyfing, góður svefn, slökun og hvíld sem eru grunnstoðir góðrar heilsu stuðla að góðu jafnvægi okkar andlega og líkamlega til að takast á við áskoranir og verkefni í amstri dagsins.

Eve Fjölvítamín

Þetta fjölvítamín er sérhannað fyrir daglega næringarþörf kvenna og áhersla á vítamín, steinefni sem konur þurfa til að viðhalda góðri heilsu. Þessi blanda er bætt með kvöldvorrósarolíu, trönuberjum, grænu tei, granateplaextrakti, Q10 og fleiri jurtum og andoxunarefnum fyrir konur.

Womens Probiotic góðgerlar

Gagnsemi góðgerla hefur lengi verið þekkt og síðustu árin hefur komið í ljós hversu víðtæk og mikilvæg áhrif þeir geta haft á heilsu okkar almennt og fjölmargar rannsóknir komið fram sem styðja virkni þeirra. Women´s probiotic góðgerlarnir frá Now eru samsettir úr þremur helstu góðgerlum sem styðja við örveruflóru kvenna. Þeir innihelda m.a. L.rhamnosus HN001og L.acidophilus La-14góðgerla sem eru taldir hafa uppbyggjandi áhrif fyrir örveruflóru og stuðla að heilbrigðu ph gildi í leggöngum. Einnig inniheldur þessa góðgerlablanda B.lactis HN019en samkvæmt rannsóknum þá dregur þessi tegund góðgerils úr uppþembu og vindgangi. Þessi samsetning góðgerla er einnig talin efla ónæmiskerfið.

Mannose Cranberry

Þvagfærasýkingar eru frekar algengar meðal kvenna og stafa af völdum baktería og þá sérstaklega E.coli bakteríu. Fyrirbyggjandi leiðir eins og að drekka vel af vatni og huga vel að ónæmiskerfinu eru m.a. mikilvægir þættir til að koma í veg fyrir þvagfærasýkingar. Þessi blanda frá Now er samsett úr tveimur efnum sem hvoru tveggja hafa verið notuð í gegnum tíðina og talin hafa jákvæð áhrif á þvagfærakerfið. Virku efnin D-mannose og trönuber virðast hafa áhrif á að viðhalda hreinni þvagrás með því að varna því að bakteríur festi sig við þvagblöðruvegginn. Í þessari vöru er sérstök blanda af jurtaextrakti úr trönuberjum sem hefur sýnt fram á í rannsóknum að stuðlar að heilbrigðu þvagfærakerfi með reglulegri inntöku. D-mannose er einsykra sem skolast að mestu leyti út í gegnum þvagrás þar sem hún hefur hreinsandi áhrif á þvag en hún frásogast ekki í líkamanum nema að litlu leyti og truflar því ekki blóðsykur. Þessi blanda er talin gagnleg til að fyrirbyggja þvagfærasýkingar.

Hair, Skin & Nails

Blanda frá Now sem er nærandi fyrir húð, hár og neglur og inniheldur sérstakt efni sem heitir Cynatine sem er ákveðið lífvirkt form af keratíni sem stuðlar að auknum hárvexti og sterkari nöglum. Cynatine hefur líka jákvæð áhrif á húðina með því að viðhalda raka og teygjanleika húðarinnar ásamt því að fyrirbyggja öldrun húðarinnar af völdum sindurefna. Þessi vara inniheldur einnig mikilvæg næringarefni sem stuðla að heilbrigðri og ljómandi húð.

Iron Complex

Einstök blanda sem samanstendur af járni og sérvöldum næringarefnum og jurtum sem frásogast vel í líkamanum og auka upptöku og nýtingu járns. Járn er steinefni sem er mikilvægt fyrir myndun hemóglóbíns sem er flutningsprótein í rauðum blóðkornum í blóði sem sér um að flytja súrefni til frumna um líkamann. Vítamín B12 og fólat eru mikilvæg fyrir myndun rauðra blóðkorna ásamt C vítamíni sem eykur upptöku járns í meltingarvegi. Þessi blanda veldur ekki tregum hægðum né ónoti í maga og hentar einnig fyirr grænmetisætur. Hafa ber þó í huga að varasamt er að taka járn án að þess að vera með járnskort og er því mikilvægt að forðast að taka járn að staðaldri nema um járnskort sé að ræða og í samráði við lækni eða meðferðaraðila.

Ásdís grasalæknir