TOP

Próteinríkt bananabrauð

Hvað er betra á sunnudegi með morgunbollanum en ilmandi og nýbakað bananabrauð. Ég fékk allt í einu löngun í mjúkt og saðsamt bananabrauð og átti vel þroskaða banana sem þurfti að nýta og auðvitað skellir maður þá í hollustu bananabrauð. Þetta bananabrauð er prótein og trefjaríkt og er glúteinlaust, mjólkurlaus og sykurlaust. Þetta brauð er líka einstaklega hollt og gefur orku sem endist okkur lengi og hægt að nota í hvaða máltíð dagsins eftir hvað hentar. Þið getið notað hvaða prótein sem er og skipt yfir í plöntuprótein fyrir þá sem kjósa en í þessari uppskrift notaði ég Whey protein frá Now með súkkulaðibragði. Þið getið líka notað 2 msk af möndlumjöli eða möluðum hörfræjum (Flax seed meal) t.d. frá Now ef viljið í staðinn.

3-4 stk (400 g) þroskaðir bananar

¼ b kókósolía frá Himnesk Hollusta

½ tsk kanill frá Himnesk Hollusta

¼ b chia fræ frá Himnesk Hollusta

2 msk Whey protein vanilla frá Now

½ b Coconut flour (kókóshveiti) frá Now

2 tsk vanilluduft frá Naturata

¼ b hlynsíróp frá Naturata

2 tsk vínsteinslyftiduft

6 egg

Hitið ofn í 160°C (stilla á fan-forced).

Hrærið saman bönunum, hlynsírópi, kókósolíu, kanil, vanillu og eggjum.

(Hægt að nota vanillutevíu 10-15 dr í stað vanilludufts).

Bætið þar næst við kókóshveiti, lyftidufti, chia fræjum og próteindufti og hrærið vel saman.

Látið deigið standa í 10 mín til að leyfa kókóshveitinu og chia fræjum að draga í sig vökvann.

Klæðið brauðform með bökunarpappír (ég notaði ca 26 cm langt, 10 ½ cm breidd).

Hellið deiginu í formið og skreytið með bananasneiðum ef vill.

Bakið í 60-75 mín (fer eftir ofnum).

Leyfið að kólna áður en þið takið úr forminu.

 

Njótið og toppið með hnetusmjöri eða osti og góðri sultu.

 

Ásdís grasalæknir