TOP

Heilnæm jurtasmyrsl og náttúruleg krem

Hefur þig langað til að búa til þitt eigið jurtasmyrsl eða krem úr náttúrulegum efnum til að næra húðina þína? Læra gera þinn eigin handaáburð, andlitskrem, varasalva og lúxus líkamskrem?

Á námskeiðinu lærir þú:

  • Hvernig útbúa á jurta grunnolíur
  • Notkun jurta í smyrslum og kremum
  • Náttúruleg hráefni og ilmkjarnaolíur
  • Uppskriftir að smyrslum og kremum
  • Sýnikennsla á staðnum í smyrslgerð

 

Námskeiðsgögn ásamt uppskriftum innifalið.

Allir fá fría prufu að smyrsli með sér heim.

Skráning: asdis@grasalaeknir.is eða 899-8069

Dagsetning: þri 14.nóv kl 18-20

Verð: 6.000 kr

Ásdís Ragna Einarsdóttir útskrifaðist með BSc í grasalækningum frá University of East London árið 2005 og hefur rekið eigin stofu um árabil þar sem fjöldi einstaklinga hefur leitað til hennar í ráðgjöf. Ásdís er meðlimur í helstu fagfélögum grasalækna, National Institute of Medical Herbalists og College of Practioners of Phytotherapy. Ásdís hefur mikla ástríðu fyrir því að miðla heilsuboðskapnum til sem flestra og heldur reglulega heilsutengda fyrirlestra og námskeið. Ásdís leggur mikla áherslu á hreina og heilsusamlega næringu samhliða virkni jurtanna til að ná sem bestum árangri í átt að bættri heilsu.

 

Ásdís hefur áralanga reynslu í meðhöndlum ýmissa kvilla eins og t.d. meltingavandamál, síþreytu, gigt, húðvandamál, kvefsýkingar, fæðuóþol, hormónaójafnvægi, svefnleysi, o.fl. Markmið hennar er að hvetja og leiðbeina fólki í að efla heilsu sína með heilsusamlegu mataræði, góðum lífsvenjum og notkun lækningajurta og vinna markvisst að bættri heilsu á heildrænan hátt.

 

www.facebook.com/grasalaeknir.is

www.instagram.is/asdisgrasa

www.grasalaeknir.is

snapchat: asdisgrasa