Hvernig getum við nært okkur á besta mögulega máta þegar kemur að morgunmatnum okkar? Sumir borða sama kornflexið á hverjum morgni alla sína tíð en hvernig væri að bregða aðeins út af vananum og prófa eitthvað öðruvísi til tilbreytingar og fá fullt af nýjum og fjölbreyttum næringarefnum í kroppinn!
Sumir byrja t.d. morgnana á því að fá sér heitt vatn með sítrónusafa á fastandi maga og fá sér svo góðan morgunmat, þetta kveikir aðeins á meltingunni og er líka hreinsandi fyrir líkamann.
Morgunmaturinn leggur línuna fyrir daginn og því eigum við að starta deginum með dúndur góðum morgunmat. Hér koma nokkrar tillögur að morgunmat sem gætu hentað einhverjum og húrra upp heilsunni í leiðinni;)
- Omeletta með grænmeti
- Súrdeigsbrauð með reyktum lax og avokadósneiðum
- Hafragrautur með kanil, rifnum eplum og rúsínum
- Quinoa eða hirsigrautur með ferskum mangóbitum og kókósflögum
- Chia fræ grautur með gojiberjum, möndluflögum og kakónibs
- Grísk jógúrt með lífrænu hunangi og ferskum bláberjum
- Hveitikímsklattar með kotasælu eða geitaosti og eplasneiðum
- Nýpressaður grænmetissafi og ristað súrdeigsbrauð með harðsoðnu eggi
- Berjaboost eða grænt spínatboost